Áfall fyrir Viggó eftir æðislegt tímabil Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 15:57 Viggó Kristjánsson þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í læri. Getty/Hendrik Schmidt Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku. Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira