Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. mars 2023 23:14 Ferðamenn á Þingvöllum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“ Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“
Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira