Stytta af Messi verður við hlið Maradona og Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 17:00 Lionel Messi með eftirmynd af HM-bikarnum og við styttu af honum sjálfum. AP/Jorge Saenz Lionel Messi hefur verið hylltur við hvert tækifæri í þessum landsliðsglugga þar sem argentínska landsliðið var að spila sína fyrstu leiki sem heimsmeistari. Hinn 35 ára gamli Messi náði loksins hinum eftirsótta heimsmeistaratitli í desember síðastliðnum en við það fór argentínska þjóðin hreinlega á hliðina. Það var gríðarlegur áhugi á vináttuleikjum Argentínu í þessum landsleikjaglugga sem báðir fóru fram í Argentínu. A life-size Leo Messi statue is unveiled by CONMEBOL and will reside in their headquarters in Asunción, Paraguay pic.twitter.com/0stofk8uku— B/R Football (@brfootball) March 27, 2023 Æfingasvæði argentínsku landsliðanna var skírt eftir Lionel Andrés Messi og það voru ekki bara landar hans sem voru að heiðra kappann við hvert tækifæri. Á milli leikjanna heiðraði Knattspyrnusamband Suður-Ameríku líka Messi og setti hann í hóp með tveimur goðsögnum. Messi var þar viðstaddur frumsýningu á styttu af honum sem verður við hlið Diego Maradona og Pele í CONMEBOL safninu. CONMEBOL er skammstöfun fyrir Knattspyrnusamband Suður-Ameríku. Messi statue got revealed pic.twitter.com/PkXeDYyVJV— Messi Media (@LeoMessiMedia) March 27, 2023 Messi fékk líka eftirmynd af HM-bikarnum og Finalissima bikarnum sem Argentína vann Ítalíu sumarið fyrir HM en það er uppgjör á milli Suður-Ameríkumeistara og Evrópumeistara. Argentína vann 2-0 sigur á Panama í fyrri vináttuleiknum þar sem Messi skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu. Seinni vináttulandsleikurinn er á móti Curacao í dag en það er eyríki í Karíbahafi, undan strönd Venesúela. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi náði loksins hinum eftirsótta heimsmeistaratitli í desember síðastliðnum en við það fór argentínska þjóðin hreinlega á hliðina. Það var gríðarlegur áhugi á vináttuleikjum Argentínu í þessum landsleikjaglugga sem báðir fóru fram í Argentínu. A life-size Leo Messi statue is unveiled by CONMEBOL and will reside in their headquarters in Asunción, Paraguay pic.twitter.com/0stofk8uku— B/R Football (@brfootball) March 27, 2023 Æfingasvæði argentínsku landsliðanna var skírt eftir Lionel Andrés Messi og það voru ekki bara landar hans sem voru að heiðra kappann við hvert tækifæri. Á milli leikjanna heiðraði Knattspyrnusamband Suður-Ameríku líka Messi og setti hann í hóp með tveimur goðsögnum. Messi var þar viðstaddur frumsýningu á styttu af honum sem verður við hlið Diego Maradona og Pele í CONMEBOL safninu. CONMEBOL er skammstöfun fyrir Knattspyrnusamband Suður-Ameríku. Messi statue got revealed pic.twitter.com/PkXeDYyVJV— Messi Media (@LeoMessiMedia) March 27, 2023 Messi fékk líka eftirmynd af HM-bikarnum og Finalissima bikarnum sem Argentína vann Ítalíu sumarið fyrir HM en það er uppgjör á milli Suður-Ameríkumeistara og Evrópumeistara. Argentína vann 2-0 sigur á Panama í fyrri vináttuleiknum þar sem Messi skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu. Seinni vináttulandsleikurinn er á móti Curacao í dag en það er eyríki í Karíbahafi, undan strönd Venesúela.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira