Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:05 Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana. AP/Metropolitan Nashville Police Department Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira