Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson. Vísir/Hulda Margrét Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. „Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira