Óskar Hrafn segir að færeyski markakóngurinn hafi komið skakkur inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Klæmint Olsen í leik með færeyska landsliðinu. Hann hefur ekki komist í hópinn hjá Blikum. Getty/Ian MacNicol Breiðablik fékk til sín færeyska markakónginn Klæmint Olsen fyrir þetta tímabilið en það hefur vakið nokkra athygli að hann virðist ekki komast í Blikaliðið. Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen
Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti