Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 23:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem lögð var fram á dómsmálaráðherra í dag sé ekki neitt skemmtiefni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í gær fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar. „Ekki neitt skemmtiefni“ Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann seinnipartinn í gær að tillagan varpaði skugga á stjórnarsamstarfið. „Jú að sjálfsögðu er það ekki neitt skemmtiefni þegar vantrauststillaga er lögð fram og ég vænti þess að hún verði tekin fyrir á þinginu, jafnvel strax á morgun," sagði Katrín. Klippa: Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Hún hefði ekki séð tillöguna sjálfa en staða Jóns væri óbreytt í ríkisstjórninni. „Nú liggur bara þessi tillaga fyrir. Við höfum ekki einu sinni náð að ræða hana í mínum þingflokki og ég hef ekki einu sinni séð tillöguna. En staða dómsmálaráðherra er óbreytt í ríkisstjórninni.“ Átján mánuðir liðnir Þegar tilkynnt var um að Jón yrði dómsmálaráðherra var tekið fram að hann myndi aðeins gegna því embætti í átján mánuði. Eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við af honum. Nú eru þessir átján mánuðir liðnir, stendur það ennþá til? „Ég veit ekki annað og vænti þess að formaður Sjálfstæðisflokksins geti betur svarað því en ég.“ Fréttin var uppfærð klukkan 07:50. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í gær fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar. „Ekki neitt skemmtiefni“ Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann seinnipartinn í gær að tillagan varpaði skugga á stjórnarsamstarfið. „Jú að sjálfsögðu er það ekki neitt skemmtiefni þegar vantrauststillaga er lögð fram og ég vænti þess að hún verði tekin fyrir á þinginu, jafnvel strax á morgun," sagði Katrín. Klippa: Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Hún hefði ekki séð tillöguna sjálfa en staða Jóns væri óbreytt í ríkisstjórninni. „Nú liggur bara þessi tillaga fyrir. Við höfum ekki einu sinni náð að ræða hana í mínum þingflokki og ég hef ekki einu sinni séð tillöguna. En staða dómsmálaráðherra er óbreytt í ríkisstjórninni.“ Átján mánuðir liðnir Þegar tilkynnt var um að Jón yrði dómsmálaráðherra var tekið fram að hann myndi aðeins gegna því embætti í átján mánuði. Eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við af honum. Nú eru þessir átján mánuðir liðnir, stendur það ennþá til? „Ég veit ekki annað og vænti þess að formaður Sjálfstæðisflokksins geti betur svarað því en ég.“ Fréttin var uppfærð klukkan 07:50.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42