Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 17:05 Dagmar Ýr Stefánsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar. Aðsend Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni. Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni.
Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira