Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Andri Már Eggertsson skrifar 30. mars 2023 21:35 Allt er fertugum fært? Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri fyrir úrslitakeppnina þar sem við vorum slakir í síðasta leik. Mér fannst þetta flatt og mögulega var það sérstakt að við þurftum ekki að vinna en við ætluðum alltaf að mæta hingað og vinna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir sigur á Keflavík. Njarðvík tapaði fyrir Val í síðustu umferð og Logi sagði að það væri mikilvægt fyrir framhaldið að vinna Keflavík sem var síðasti leikur í deildarkeppninni. „Það var ljúft að vinna leik sem við vorum ekki góðir í og það var styrkleikamerki. Við munum halda áfram að vinna í ákveðnum hlutum og það var gott að enda deildarkeppnina á alvöru naglbít gegn Keflavík.“ Logi var spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Njarðvík fær Grindavík í átta liða úrslitum. „Að mæta Grindavík er annar nágrannaslagur og okkur líður best í miklum látum og stemmningu.“ Logi Gunnarsson tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta í vetur og það er svolítið síðan í tók þessa ákvörðun. Ég mun njóta þess í botn og ætla segja þetta gott eftir tuttugu og sex tímabil. Það var ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina á sigri hér í Keflavík og síðan verður bara partý það sem eftir er tímabilsins.“ Dóttir Loga Gunnarssonar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur á dögunum og Loga fannst gaman að sjá hana taka sín fyrstu skref. „Það var ljúft að vera í stúkunni og fylgjast með henni vitandi að við værum í efstu deild saman. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég sé að hætta en þetta var gaman. Núna tekur annað við eftir tímabilið og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í þessu,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum sem ætlaði að njóta þess að spila síðustu leiki sína á ferlinum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira