„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. mars 2023 13:29 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt. Vísir/Arnar Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023 Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira