Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 17:26 Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í landsliðinu, Björgvini Pál Gústavssyni. Vísir/Vilhelm Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC. Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC.
Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40