Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 19:20 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Steingrímur Dúi Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. „Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
„Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01