Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 13:01 Arnar Gunnlaugsson hefur náð eftirtektarverðum árangri í Fossvoginum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira