Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2023 19:18 Miðað við fyrstu tölur er ólíklegt að Sanna Marin verði forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. AP Photo/Sergei Grits Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. Mjótt er á munum en samkvæmt fyrstu tölum er Sambandsflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, með 19,6 prósent og þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 20,5 prósent. Formaður Sambandsflokksins var sigurstranglegur þegar hann mætti á kjörstað í morgun. „Ég er mjög bjartsýnn og jákvæður. Ég tel að Sambandsflokkurinn verði stærsti flokkurinn og flokkur næsta forsætisráðherra. Kosningabarátta okkar var afar vel heppnuð. Við erum með mjög góða frambjóðendur um allt land og höfum staðið okkur mjög vel. Þess vegna er ég bjartsýnn. Sjáum til,“ sagði Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það er þó talið ólíklegt að nokkur muni vilja mynda ríkisstjórn með Finnaflokknum, sem segist þó tilbúinn til að gefa eftir. „Auðvitað munum við verja markmið okkar og gildi. En samsteypustjórnir eru aðeins í boði í Finnlandi. Þess vegna þarf að gera málamiðlanir. Við gerum okkur grein fyrir þessu. Takk fyrir,“ sagði Riikka Purra formaður Finnaflokksins á kjörstað. Finnland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mjótt er á munum en samkvæmt fyrstu tölum er Sambandsflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, með 19,6 prósent og þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 20,5 prósent. Formaður Sambandsflokksins var sigurstranglegur þegar hann mætti á kjörstað í morgun. „Ég er mjög bjartsýnn og jákvæður. Ég tel að Sambandsflokkurinn verði stærsti flokkurinn og flokkur næsta forsætisráðherra. Kosningabarátta okkar var afar vel heppnuð. Við erum með mjög góða frambjóðendur um allt land og höfum staðið okkur mjög vel. Þess vegna er ég bjartsýnn. Sjáum til,“ sagði Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það er þó talið ólíklegt að nokkur muni vilja mynda ríkisstjórn með Finnaflokknum, sem segist þó tilbúinn til að gefa eftir. „Auðvitað munum við verja markmið okkar og gildi. En samsteypustjórnir eru aðeins í boði í Finnlandi. Þess vegna þarf að gera málamiðlanir. Við gerum okkur grein fyrir þessu. Takk fyrir,“ sagði Riikka Purra formaður Finnaflokksins á kjörstað.
Finnland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira