Arnar um landsliðsþjálfarastarfið: „Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. apríl 2023 19:23 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur og segist ekki vera að fara að taka við landsliðinu. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir sigur gegn hans fyrrum liði, KA, í úrslitum Lengjubikarsins í leik sem fram fór á Greifavellinum á Akureyri í dag. Leikurinn fór 1-1 en Valur jafnaði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og því var gripið til vítaspyrnkukeppni þar sem Valur hafði betur; 2-3. „Þetta var tiltölulega jafn leikur. Mér fannst KA svona ívið sterkari í leiknum. Lítið um einhver dauðafæri og meira um klafs og annað í vítateignum en við höfum oft verið betri á boltanum og skapað meira en ánægður með hvernig menn svöruðu markinu sem við fengum á okkur. Það kom svona smá líf í menn og náum að jafna og alltaf gaman að vinna titla þó að þetta gefi okkur ekkert nema smá sjálfstraust fyrir tímabilið.” KA byrjaði leikinn betur fyrstu 10-15 mínúturnar og Valsliðið virtist vera nokkuð lengi í gang. „Svona stundum þróast leikurinn og þeir voru bara grimmari en við fyrstu 10 mínúturnar og mér fannst það sama vera uppi á teningnum í seinni hálfleik svo vinnum við okkur inn í leikinn og verðum betri og leikurinn jafnast og við tökum hann yfir í smá tíma og svo koma þeir aftur inn. Mér fannst ekki vera mikið um opin færi, við fengum nokkrar góðar sóknir og þeir líka eitthvað svona klafs inn í teig þar sem þeir vildu fá víti og var eitthvað verið að tala um þetta hafi ekki verið víti sem þeir fá en það er bara eins og það er. Svona heilt yfir fótboltalega séð er ég ekki alveg nógu sáttur og ég á eftir að kíkja á það en gott samt að fara með sigurinn.” Hólmar Örn Eyjólfsson fór af velli í hálfleik og Haukur Páll Sigurðsson kom inn í miðvörðinn í hans stað. Eru einhver meiðsli að plaga Hólmar? „Hann var tæpur í nára þannig við vildum ekki vera taka neina sénsa. Mótið er bara að byrja í næstu viku þannig algjör óþarfi að vera taka einhverja sénsa. Við erum með fínan bekk og nóg af mönnum inn af bekk þannig það var bara skipting út af meiðslum.” Ætla Valsmenn að bæta einhverjum leikmönnum við sig fyrir gluggalok? „Það gæti alveg orðið þannig en við erum svolítið að skoða eins og með Kristófer Jónsson hvað gerist með hann, hvort að þeir kaupi hann úti, og ef að það verður á ég von á því að við bætum við okkur. Svo erum við að fá Orra Sigurð (Ómarsson) sem bætist í hópinn. Ég veit ekki nákvæmlega með Patrick Pedersen, hvenær hann verður klár, en það eru einhverjar 4-8 vikur geri ég rað fyrir. Við munum klárlega styrkjast þegar þessir leikmenn koma inn. Svo eru margir að spila sínar fyrstu mínútur, Tryggvi Hrafn hefur ekki spilað mikið og Andri Rúnar, þetta er svona fyrsti alvöru leikur hans í Valsbúningi þannig bara með hverri einustu viku verðum við sterkari.” Arnar Grétarsson hefur verið nefndur í umræðunni um nýjan landsliðsþjálfara Íslands. Hefur einvher heyrt í honum varðandi stöðuna? „Nei, ég er bara hrikalega ánægður á þeim stað sem ég er og landsliðsverkefni er ekkert á döfinni hvort sem það poppar upp eða ekki. Vonandi finna þeir bara fljótlega einhvern flottan kandídat sem getur tekið landsliðið áfram. Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson.” Að lokum var Arnar spurður hvort hann væri hér með að gefa það út að hann myndi ekki taka landsliðsþjálfarastarfið ef það myndi bjóðast? „Nei, það er alveg klárt.” Valur KA Tengdar fréttir Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 en Valur jafnaði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og því var gripið til vítaspyrnkukeppni þar sem Valur hafði betur; 2-3. „Þetta var tiltölulega jafn leikur. Mér fannst KA svona ívið sterkari í leiknum. Lítið um einhver dauðafæri og meira um klafs og annað í vítateignum en við höfum oft verið betri á boltanum og skapað meira en ánægður með hvernig menn svöruðu markinu sem við fengum á okkur. Það kom svona smá líf í menn og náum að jafna og alltaf gaman að vinna titla þó að þetta gefi okkur ekkert nema smá sjálfstraust fyrir tímabilið.” KA byrjaði leikinn betur fyrstu 10-15 mínúturnar og Valsliðið virtist vera nokkuð lengi í gang. „Svona stundum þróast leikurinn og þeir voru bara grimmari en við fyrstu 10 mínúturnar og mér fannst það sama vera uppi á teningnum í seinni hálfleik svo vinnum við okkur inn í leikinn og verðum betri og leikurinn jafnast og við tökum hann yfir í smá tíma og svo koma þeir aftur inn. Mér fannst ekki vera mikið um opin færi, við fengum nokkrar góðar sóknir og þeir líka eitthvað svona klafs inn í teig þar sem þeir vildu fá víti og var eitthvað verið að tala um þetta hafi ekki verið víti sem þeir fá en það er bara eins og það er. Svona heilt yfir fótboltalega séð er ég ekki alveg nógu sáttur og ég á eftir að kíkja á það en gott samt að fara með sigurinn.” Hólmar Örn Eyjólfsson fór af velli í hálfleik og Haukur Páll Sigurðsson kom inn í miðvörðinn í hans stað. Eru einhver meiðsli að plaga Hólmar? „Hann var tæpur í nára þannig við vildum ekki vera taka neina sénsa. Mótið er bara að byrja í næstu viku þannig algjör óþarfi að vera taka einhverja sénsa. Við erum með fínan bekk og nóg af mönnum inn af bekk þannig það var bara skipting út af meiðslum.” Ætla Valsmenn að bæta einhverjum leikmönnum við sig fyrir gluggalok? „Það gæti alveg orðið þannig en við erum svolítið að skoða eins og með Kristófer Jónsson hvað gerist með hann, hvort að þeir kaupi hann úti, og ef að það verður á ég von á því að við bætum við okkur. Svo erum við að fá Orra Sigurð (Ómarsson) sem bætist í hópinn. Ég veit ekki nákvæmlega með Patrick Pedersen, hvenær hann verður klár, en það eru einhverjar 4-8 vikur geri ég rað fyrir. Við munum klárlega styrkjast þegar þessir leikmenn koma inn. Svo eru margir að spila sínar fyrstu mínútur, Tryggvi Hrafn hefur ekki spilað mikið og Andri Rúnar, þetta er svona fyrsti alvöru leikur hans í Valsbúningi þannig bara með hverri einustu viku verðum við sterkari.” Arnar Grétarsson hefur verið nefndur í umræðunni um nýjan landsliðsþjálfara Íslands. Hefur einvher heyrt í honum varðandi stöðuna? „Nei, ég er bara hrikalega ánægður á þeim stað sem ég er og landsliðsverkefni er ekkert á döfinni hvort sem það poppar upp eða ekki. Vonandi finna þeir bara fljótlega einhvern flottan kandídat sem getur tekið landsliðið áfram. Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson.” Að lokum var Arnar spurður hvort hann væri hér með að gefa það út að hann myndi ekki taka landsliðsþjálfarastarfið ef það myndi bjóðast? „Nei, það er alveg klárt.”
Valur KA Tengdar fréttir Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira
Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27