Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 13:30 Viggó Kristjánsson kominn í færi á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“ Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira