Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Stjörnunni í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Valsmenn urðu deildarmeistarar á dögunum en Stjarnan endaði í 8. sæti deildarinnar.
Klukkan 20.05 færum við okkur yfir til Njarðvíkur þar sem heimamenn taka á móti Grindavík. Liðin enduðu í 2. og 7. sæti deildarinnar.