„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 22:40 Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tíu stiga tap gegn Keflavík Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. „Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Sjá meira
„Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Sjá meira