Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2023 08:30 Arnar Þór Viðarsson í þættinum Extra Time í gær. Skjáskot/VRT Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. Arnari var sagt upp á fimmtudaginn var eftir fyrsta landsliðsglugga Íslands í nýrri undankeppni EM. Þar tapaði liðið 3-0 fyrir Bosníu en vann svo Liechtenstein 7-0. Hann tók við liðinu í lok árs 2020 eftir að hafa áður þjálfað U21 árs landslið Íslands. Extra Time er vikulegur þáttur þar sem umferðin í belgísku úrvalsdeildinni er gerð upp og hefur Arnar undanfarin ár verið reglulegur gestur. Hann var á meðal gesta í þættinum í gær, og tjáði sig opinberlega um uppsögnina. Hann segist ekki skilja tímasetningu uppsagnarinnar. „Mér þykir tímasetning uppsagnarinnar vera óskiljanleg. Þetta er mjög súrt og óréttlátt. Sérstaklega eftir úrslitin. En ég er líka stoltur og er viss um að nú sé til staðar sterkur grunnur á Íslandi, að liðið muni spila góðan fótbolta,“ sagði Arnar Þór í þætti gærdagsins. Arnar var þá spurður af þáttastjórnendum hvort væntingar sambandsins væru of miklar vegna árangursins sem náðist í aðdraganda ráðningar hans. En Ísland komst á EM 2016 og HM 2018 áður en Arnar tók við 2020. Arnar sagði þá eðlilegt að kröfurnar væru miklar eftir slíkan árangur, en þyrfti að taka mið af stöðunni sem var uppi þegar hann tók við. Erfitt væri að gera sömu kröfur til hans. Þar undirstrikaði Arnar jafnframt að hann hefði tekið við liðinu í erfiðri stöðu, þegar skandall skók sambandið og hann hafi ekki mátt velja ákveðna leikmenn um hríð. Arnar Þór í þætti gærkvöldsins.Skjáskot/VRT Í þættinum leggur Arnar áherslu á að liðið hafi unnið sinn stærsta sigur í sögunni gegn Liechtenstein í aðdraganda uppsagnarinnar. „Þremur dögum fyrir það töpuðum við 3-0 gegn Bosníu. Það var ekki góður leikur hjá okkur. Við spiluðum passíft og með handbremsuna á. En við komum vel til baka gegn Liechtenstein,“ sagði Arnar. Arnar kveðst þá ætla að mæta áfram vikulega í Extra Time fyrst aðstæður hans breyttust. Framhaldið verði svo að koma í ljós. „Ég hef sjaldan planað framtíð mína í lífinu, sérstaklega sem þjálfari. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit ekki enn hvort ég vilji fara aftur í þjálfun eða halda mig við sjónvarpsstörf í bili. Við sjáum til, ég hef tíma,“ sagði Arnar í þættinum. Hér má sjá hluta þáttarins þar sem Arnar tjáir sig um málefni landsliðsins. Þátturinn er á flæmsku. Fréttin hefur verið leiðrétt. Arnar sagði ekki orðrétt að kröfur sambandsins væru of háar, líkt og fyrst var greint frá, og haft eftir belgíska miðlinum Voetbal Nieuws, sem einnig hefur leiðrétt sömu villu í sínum fréttaflutningi. Umræður í þættinum almennt snertu á kröfum sambandsins, líkt og segir að ofan. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01 Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01 Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01 Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31 Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Arnari var sagt upp á fimmtudaginn var eftir fyrsta landsliðsglugga Íslands í nýrri undankeppni EM. Þar tapaði liðið 3-0 fyrir Bosníu en vann svo Liechtenstein 7-0. Hann tók við liðinu í lok árs 2020 eftir að hafa áður þjálfað U21 árs landslið Íslands. Extra Time er vikulegur þáttur þar sem umferðin í belgísku úrvalsdeildinni er gerð upp og hefur Arnar undanfarin ár verið reglulegur gestur. Hann var á meðal gesta í þættinum í gær, og tjáði sig opinberlega um uppsögnina. Hann segist ekki skilja tímasetningu uppsagnarinnar. „Mér þykir tímasetning uppsagnarinnar vera óskiljanleg. Þetta er mjög súrt og óréttlátt. Sérstaklega eftir úrslitin. En ég er líka stoltur og er viss um að nú sé til staðar sterkur grunnur á Íslandi, að liðið muni spila góðan fótbolta,“ sagði Arnar Þór í þætti gærdagsins. Arnar var þá spurður af þáttastjórnendum hvort væntingar sambandsins væru of miklar vegna árangursins sem náðist í aðdraganda ráðningar hans. En Ísland komst á EM 2016 og HM 2018 áður en Arnar tók við 2020. Arnar sagði þá eðlilegt að kröfurnar væru miklar eftir slíkan árangur, en þyrfti að taka mið af stöðunni sem var uppi þegar hann tók við. Erfitt væri að gera sömu kröfur til hans. Þar undirstrikaði Arnar jafnframt að hann hefði tekið við liðinu í erfiðri stöðu, þegar skandall skók sambandið og hann hafi ekki mátt velja ákveðna leikmenn um hríð. Arnar Þór í þætti gærkvöldsins.Skjáskot/VRT Í þættinum leggur Arnar áherslu á að liðið hafi unnið sinn stærsta sigur í sögunni gegn Liechtenstein í aðdraganda uppsagnarinnar. „Þremur dögum fyrir það töpuðum við 3-0 gegn Bosníu. Það var ekki góður leikur hjá okkur. Við spiluðum passíft og með handbremsuna á. En við komum vel til baka gegn Liechtenstein,“ sagði Arnar. Arnar kveðst þá ætla að mæta áfram vikulega í Extra Time fyrst aðstæður hans breyttust. Framhaldið verði svo að koma í ljós. „Ég hef sjaldan planað framtíð mína í lífinu, sérstaklega sem þjálfari. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit ekki enn hvort ég vilji fara aftur í þjálfun eða halda mig við sjónvarpsstörf í bili. Við sjáum til, ég hef tíma,“ sagði Arnar í þættinum. Hér má sjá hluta þáttarins þar sem Arnar tjáir sig um málefni landsliðsins. Þátturinn er á flæmsku. Fréttin hefur verið leiðrétt. Arnar sagði ekki orðrétt að kröfur sambandsins væru of háar, líkt og fyrst var greint frá, og haft eftir belgíska miðlinum Voetbal Nieuws, sem einnig hefur leiðrétt sömu villu í sínum fréttaflutningi. Umræður í þættinum almennt snertu á kröfum sambandsins, líkt og segir að ofan.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01 Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01 Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01 Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31 Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01
Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01
Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01
Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31
Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00
Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31
Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð