Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 08:38 Geimfararnir fjórir við kynninguna í Houston í gær. Frá vinstri: Jeremy Hansen, Victor Glover, Reid Wiseman og Christina Hammock Koch. AP/MIchael Wyke Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel
Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira