Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 09:11 Roy McGrath var skrifstofustjóri Larrys Hogan, fyrrverandi ríkisstjóra Maryland. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik en lagði á flótta. Baltimore Sun/Pamela Wood/AP Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira