Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 21:30 Halldóra heldur úti vefsíðunni nagdýr.is en þar má finna fróðlegar upplýsingar um hamstra. arnar halldórsson/ikea Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu. Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“ Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“
Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira