Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 21:30 Halldóra heldur úti vefsíðunni nagdýr.is en þar má finna fróðlegar upplýsingar um hamstra. arnar halldórsson/ikea Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu. Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“ Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“
Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira