Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 20:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Hörpu og nærliggjandi svæði verði lokað vegna fundarins. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir mótmælum. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49