Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. apríl 2023 14:28 Pablo Picasso (1881 - 1973) er einn áhrifamesti listmálari í sögu Spánar. Hann flutti til Frakklands í upphafi 20. aldarinnar og bjó þar æ síðan án þess nokkurn tíma að verða franskur ríkisborgari. Sanford Roth/Getty Images Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum. Spánn Myndlist Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum.
Spánn Myndlist Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira