Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2023 20:04 Birkir mælir með því að kýr séu klaufsnyrtar tvisvar á ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar. Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira