Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 19:50 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/steingrímur Dúi Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum. Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum.
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira