Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 21:32 Thabo Bester var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. gallo images Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn. Maðurinn heitir Thabo Bester og var eins og áður segir sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt fyrrverandi kærustu sína árið 2012. Hann var úrskurðaður látinn í maí 2022, eftir að hann var talinn hafa kveikt í sér í fangaklefa sínum. Hann var hins vegar handtekinn í Tansaníu á föstudag ásamt kærustu sinni og vini sem talin eru hafa ætlað að aðstoða Bester við að koma sér til nágrannalandsins Kenía. Upp komst um málið eftir að fjölmiðlar hófu að rannsaka dauða Bester nánar. Í mars á þessu ári hóf lögregla svo rannsókn á dauða hans á ný og komust að því að hinn látni væri ekki Bester heldur annar maður sem hafði látist af völdum barsmíða. Starfsmenn fangelsisins Mangaung í suður-afrísku borginni Bloemfontein, þar sem Bester var vistaður, eru grunaðir um að hafa aðstoðað hann við að flýja úr fangelsinu. Í frétt BBC kemur fram að breska öryggisfyrirtækið G4S sjái um rekstur fangelsisins og að nokkrum starfsmönnum þess hafi verið sagt upp vegna málsins. Í frétt BBC kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um Bester á ferli síðasta tæpa árið, meðal annars í matvörubúð í úthverfi Jóhannesarborgar. Þá er hann talinn hafa leigt stórhýsi í sömu borg síðasta árið. Tansanía Suður-Afríka Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Maðurinn heitir Thabo Bester og var eins og áður segir sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt fyrrverandi kærustu sína árið 2012. Hann var úrskurðaður látinn í maí 2022, eftir að hann var talinn hafa kveikt í sér í fangaklefa sínum. Hann var hins vegar handtekinn í Tansaníu á föstudag ásamt kærustu sinni og vini sem talin eru hafa ætlað að aðstoða Bester við að koma sér til nágrannalandsins Kenía. Upp komst um málið eftir að fjölmiðlar hófu að rannsaka dauða Bester nánar. Í mars á þessu ári hóf lögregla svo rannsókn á dauða hans á ný og komust að því að hinn látni væri ekki Bester heldur annar maður sem hafði látist af völdum barsmíða. Starfsmenn fangelsisins Mangaung í suður-afrísku borginni Bloemfontein, þar sem Bester var vistaður, eru grunaðir um að hafa aðstoðað hann við að flýja úr fangelsinu. Í frétt BBC kemur fram að breska öryggisfyrirtækið G4S sjái um rekstur fangelsisins og að nokkrum starfsmönnum þess hafi verið sagt upp vegna málsins. Í frétt BBC kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um Bester á ferli síðasta tæpa árið, meðal annars í matvörubúð í úthverfi Jóhannesarborgar. Þá er hann talinn hafa leigt stórhýsi í sömu borg síðasta árið.
Tansanía Suður-Afríka Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira