Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 15:05 Ferencz árið 2010. Armin Weigel/AP Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019. Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019.
Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira