„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 16:48 Það var hart barist í Lautinni í dag. Vísir/Pawel „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira