„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 16:48 Það var hart barist í Lautinni í dag. Vísir/Pawel „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu