„Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag" Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 22:02 Matthías Vilhjálmsson gekk til liðs við Víkinga í vetur. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Víkingur var betri aðilinn heillt yfir en Stjarnan átti þó sína spretti. Því var Matthías sammála. „Já mér fannst það svona 60/40 en hefðum getað klárað leikinn aðeins fyrr en um leið og við skorum annað markið þá var þetta nokkuð þægilegt.“ Matthías var mjög spenntur fyrir leikinn. „Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag, vel stressaður. Það var geggjað að finna fyrir því og mér fannst ég vinna mig vel inn í leikinn.“ Matthías spilaði við hlið Pablo Punyed á miðjunni. Saman mynduðu þeir frábært par, bæði sóknarlega og varnarlega. „Ég er búinn að spila mjög mikið þarna í allan vetur og það hefur gengið vel. Við erum með frábæran hóp og vonandi spilar Víkingur jafn marga leiki og í fyrra. Þá þurfum við á öllum að halda.“ Seint í leiknum féll Víkingur aftar á völlinn og þétti liðið allt frá fremsta til aftasta manns. Það gerði Stjörnunni erfitt fyrir. „Það var kannski ekki planið en við töluðum um að ef við værum með forystuna og þyrftum að 'grinda' úrslitin þá er það eina sem skiptir máli. Sérstaklega svona í fyrstu umferð. Framistaðan er mjög góð þegar þú kemur á svona útivöll í fyrstu umferð. Þannig við erum mjög sáttir og svo bætum við kannski aðeins meiri sóknarbolta þegar líður á.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Víkingur var betri aðilinn heillt yfir en Stjarnan átti þó sína spretti. Því var Matthías sammála. „Já mér fannst það svona 60/40 en hefðum getað klárað leikinn aðeins fyrr en um leið og við skorum annað markið þá var þetta nokkuð þægilegt.“ Matthías var mjög spenntur fyrir leikinn. „Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag, vel stressaður. Það var geggjað að finna fyrir því og mér fannst ég vinna mig vel inn í leikinn.“ Matthías spilaði við hlið Pablo Punyed á miðjunni. Saman mynduðu þeir frábært par, bæði sóknarlega og varnarlega. „Ég er búinn að spila mjög mikið þarna í allan vetur og það hefur gengið vel. Við erum með frábæran hóp og vonandi spilar Víkingur jafn marga leiki og í fyrra. Þá þurfum við á öllum að halda.“ Seint í leiknum féll Víkingur aftar á völlinn og þétti liðið allt frá fremsta til aftasta manns. Það gerði Stjörnunni erfitt fyrir. „Það var kannski ekki planið en við töluðum um að ef við værum með forystuna og þyrftum að 'grinda' úrslitin þá er það eina sem skiptir máli. Sérstaklega svona í fyrstu umferð. Framistaðan er mjög góð þegar þú kemur á svona útivöll í fyrstu umferð. Þannig við erum mjög sáttir og svo bætum við kannski aðeins meiri sóknarbolta þegar líður á.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. 10. apríl 2023 21:10