Leeds dæmt til að greiða fyrrum lánsmanni rúma fjóra milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2023 07:01 Augustin verður ekki í vandræðum með fjárhaginn á næstunni. Vísir/Getty Leeds United hefur verið dæmt til að greiða Jean-Kevin Augustin rúma fjóra milljarða króna fyrir brot á samningi. Augustin var á láni hjá Leeds vorið 2020 en aldrei varð af endanlegum félagaskiptum. Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira