Segja íslensku olíufélögin hafa gert þegjandi samráð um að lækka ekki verð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 17:28 Bensínverð á Íslandi hefur ekki haldið í við heimsmarkaðsverð á olíu. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir forstjóra Skeljungs reyna að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi. Félagið segir að íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FÍB sendi út í dag vegna ummæla Þórðar Guðjónssonar, forstjóra Skeljungs, um bensínverð á Íslandi. Þar segist FÍB undrast hvernig Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, reyni að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hérlendis með þeim ummælum að hér á landi séu ekki reknar olíuhreinsistöðvar og því sé ekki rétt að miða útsöluverð á eldsneyti við verðsveiflur á heimsmarkaðsverði hráolíu. Hann hafi haldið þessu fram í viðtali við RÚV þann 10. apríl síðastliðinn. Þessi ummæli eru í tilkynningunni sögð „með ólíkindum“ og að forstjóri Skeljungs ætti að vita, í ljósi þess hvar hann starfar, að sala eldsneytis miðist á hverjum tíma við „heimsmarkaðsverð á unninni olíu (bensín, dísilolía) sem sveiflast í samræmi við heimsmarkaðsverð á hráolíu.“ Þar skipti staðsetning olíuhreinsistöðva engu máli. Forstjóri Skeljungs svari fyrir öll olíufélögin Þá segir í tilkynningunni að það sé í meira lagi sérkennilegt að forstjóri Skeljungs kjósi að svara fyrir öll olíufélög hér á landi þegar hann hafnar því að „félögin haldi verði óeðlilega háu.“ Íslensku olíufélögin kaupi öll eldsneyti frá sama framleiðanda, norska ríkisolíufélaginu Equinor. Flestir smásöluaðilar á eldsneyti á Norðurlöndunum vinni með sama hætti og íslensku olíufélögin, kaupi í heildsölu af birgja og selji aftur til neytenda. „Stundum er aukið birgðahald og dreifing á höndum smásöluaðila en oft er því öllu útvistað,“ segir í tilkynningunni og er eldsneytissala Costco á Íslandi tekið sem dæmi um þetta. Hún sé í viðskiptasambandi við Skeljung um eldsneyti og birgðadreifingu að stöð félagsins í Garðabæ. Þar bjóði Costco sínum viðskiptavinum upp á þrettán krónu lægra lítraverð á bensíni en ódýrustu stöðvar Orkunnar sem Skeljungur rekur. Línurit sem sýnir þróun bensínsverðs, annars vegar heimsmarkaðsverð og hvernig danskt bensínverð helst í hendur við það og hins vegar hvernig íslenskt bensínverð hefur þróast.FÍB „Ef Equinor byði ekki samkeppnishæft verð þá færu félög á íslenska olíumarkaðnum með sín viðskipti annað. Hvers vegna forstjóri Skeljungs reynir að halda öðru fram vekur undrun,“ stendur í tilkynningunni. Meðfylgjandi tilkynningunni er línurit (sjá fyrir ofan) sem sýnir þróun bensínverðs á Íslandi og í Danmörku í samanburði við heimsmarkaðsverð á Norður-Evrópumarkaði á bensíni. Ummæli forstjórans breyti engu um niðurstöðu FÍB Forstjóri Skeljungs sagði í viðtali við Rúv að olíufélögin héldu eldsneytisverði ekki óeðlilega háu og að hagnaður olíufélaganna á Íslandi hafi minnkað. Þessar yfirlýsingar eru dregnar í efa í tilkynningunni og að þegar framlegð Skeljungs sé skoðuð sjáist að hún sé „í krónutölu jafn há núna og fyrir heimsfaraldurinn, en þá kostaði lítrinn nær 200 krónum meðan hann kostar núna yfir 300 krónur.“ Að lokum segir að ummæli forstjóra Skeljungs breyti engu um þá niðurstöðu FÍB að „íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði.“ Samanburðurinn við Danmörku sé sláandi, þar fylgi útsöluverðið heimsmarkaðsverðinu en hér hafi útsöluverðið haldist óbreyt mörgum mánuðum eftir að heimsmarkaðsverðið fór að lækka til muna. Bensín og olía Costco Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FÍB sendi út í dag vegna ummæla Þórðar Guðjónssonar, forstjóra Skeljungs, um bensínverð á Íslandi. Þar segist FÍB undrast hvernig Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, reyni að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hérlendis með þeim ummælum að hér á landi séu ekki reknar olíuhreinsistöðvar og því sé ekki rétt að miða útsöluverð á eldsneyti við verðsveiflur á heimsmarkaðsverði hráolíu. Hann hafi haldið þessu fram í viðtali við RÚV þann 10. apríl síðastliðinn. Þessi ummæli eru í tilkynningunni sögð „með ólíkindum“ og að forstjóri Skeljungs ætti að vita, í ljósi þess hvar hann starfar, að sala eldsneytis miðist á hverjum tíma við „heimsmarkaðsverð á unninni olíu (bensín, dísilolía) sem sveiflast í samræmi við heimsmarkaðsverð á hráolíu.“ Þar skipti staðsetning olíuhreinsistöðva engu máli. Forstjóri Skeljungs svari fyrir öll olíufélögin Þá segir í tilkynningunni að það sé í meira lagi sérkennilegt að forstjóri Skeljungs kjósi að svara fyrir öll olíufélög hér á landi þegar hann hafnar því að „félögin haldi verði óeðlilega háu.“ Íslensku olíufélögin kaupi öll eldsneyti frá sama framleiðanda, norska ríkisolíufélaginu Equinor. Flestir smásöluaðilar á eldsneyti á Norðurlöndunum vinni með sama hætti og íslensku olíufélögin, kaupi í heildsölu af birgja og selji aftur til neytenda. „Stundum er aukið birgðahald og dreifing á höndum smásöluaðila en oft er því öllu útvistað,“ segir í tilkynningunni og er eldsneytissala Costco á Íslandi tekið sem dæmi um þetta. Hún sé í viðskiptasambandi við Skeljung um eldsneyti og birgðadreifingu að stöð félagsins í Garðabæ. Þar bjóði Costco sínum viðskiptavinum upp á þrettán krónu lægra lítraverð á bensíni en ódýrustu stöðvar Orkunnar sem Skeljungur rekur. Línurit sem sýnir þróun bensínsverðs, annars vegar heimsmarkaðsverð og hvernig danskt bensínverð helst í hendur við það og hins vegar hvernig íslenskt bensínverð hefur þróast.FÍB „Ef Equinor byði ekki samkeppnishæft verð þá færu félög á íslenska olíumarkaðnum með sín viðskipti annað. Hvers vegna forstjóri Skeljungs reynir að halda öðru fram vekur undrun,“ stendur í tilkynningunni. Meðfylgjandi tilkynningunni er línurit (sjá fyrir ofan) sem sýnir þróun bensínverðs á Íslandi og í Danmörku í samanburði við heimsmarkaðsverð á Norður-Evrópumarkaði á bensíni. Ummæli forstjórans breyti engu um niðurstöðu FÍB Forstjóri Skeljungs sagði í viðtali við Rúv að olíufélögin héldu eldsneytisverði ekki óeðlilega háu og að hagnaður olíufélaganna á Íslandi hafi minnkað. Þessar yfirlýsingar eru dregnar í efa í tilkynningunni og að þegar framlegð Skeljungs sé skoðuð sjáist að hún sé „í krónutölu jafn há núna og fyrir heimsfaraldurinn, en þá kostaði lítrinn nær 200 krónum meðan hann kostar núna yfir 300 krónur.“ Að lokum segir að ummæli forstjóra Skeljungs breyti engu um þá niðurstöðu FÍB að „íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði.“ Samanburðurinn við Danmörku sé sláandi, þar fylgi útsöluverðið heimsmarkaðsverðinu en hér hafi útsöluverðið haldist óbreyt mörgum mánuðum eftir að heimsmarkaðsverðið fór að lækka til muna.
Bensín og olía Costco Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira