Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Fótbolti Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Sport Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Fótbolti Fleiri fréttir Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Fótbolti Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Sport Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Fótbolti Fleiri fréttir Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Sjá meira