Kári Jónsson: Var búinn að vera lélegur framan af leik Andri Már Eggertsson skrifar 11. apríl 2023 22:45 Kári Jónsson gerði 26 stig í kvöld Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum. „Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum. Valur Subway-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
„Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira