Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 11:16 Vanda Sigurgeirsdóttir leitar nú ásamt tveimur samstarfsfélögum að næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/Alex Nicodim og Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira