„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 13:30 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. „Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
„Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti