„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 13:30 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. „Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
„Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira