Rodri þrumaði boltanum með sínum veikari vinstri færi upp í samskeytin til að koma City yfir í fyrri hálfleik áður en Norðmaðurinn Erling Haaland lagði upp eitt og skoraði annað á lokakaflanum. Bernardo Silva skoraði annað mark City með glæsiskalla eftir sendingu Haalands.
Á Leikvangi Ljóssins í Lissabon kom Niccolo Barella Inter í forystu fyrir hléið með hörkuskalla eftir glæsilega fyrirgjöf Alessandro Bastoni frá vinstri. Romelu Lukaku innsiglaði svo 2-0 sigur gestanna af vítapunktinum.
Öll mörkin fimm má sjá í spilaranum að neðan.
Leikið er í síðari tveimur einvígjunum í 8-liða úrslitunum í kvöld. AC Milan og Napoli mætast í Ítalíuslag og Real Madrid tekur á móti Chelsea.
Meistaradeildarmörkin hefja upphitun klukkan 18:35 í kvöld og leikur Real og Chelsea verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:00.