Vindurinn stendur undir nafni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 08:31 Birkir Már Sævarsson eða Vindurinn. Hafliði Breiðfjörð Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla. Birkir Már var á sínum stað í hægri bakverði Vals þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í 1. umferðinni á dögunum. Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, birti skemmtilega staðreynd á Twitter-síðu sinni. „Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umferð Bestu deildarinnar,“ stóð þar eins og sjá má hér að neðan. Þá kom fram að Birkir Már náði 34,38 kilómetra hraða. Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umf. Bestu deildarinnar#Vindurinn #Bestadeildin #Catapultsports pic.twitter.com/yUv2cNkhjx— Gummi Ben (@GummiBen) April 12, 2023 Birkir Már, sem verður 39 ára síðar á þessu ári og því fertugur á næsta ári, ræddi hraðann sem hann býr yfir í viðtalsseríu hér á Vísi fyrir ekki svo löngu. Þar kom fram að þessi eiginleiki lét ekki á sér kræla fyrr en í 2. flokki. „Það var ekki fyrr en ég var kominn á lokaárið í 2. flokk - þegar ég var kominn með þennan hraða - sem ég hafði eiginleika sem ég gat skarað fram úr í.“ Vindurinn verður að öllu óbreyttu í byrjunarliði Vals þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann nái 35 kílómetra hraða þar. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Fótbolti Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Íslenski boltinn Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Sport „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Fótbolti Fleiri fréttir Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Birkir Már var á sínum stað í hægri bakverði Vals þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í 1. umferðinni á dögunum. Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, birti skemmtilega staðreynd á Twitter-síðu sinni. „Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umferð Bestu deildarinnar,“ stóð þar eins og sjá má hér að neðan. Þá kom fram að Birkir Már náði 34,38 kilómetra hraða. Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umf. Bestu deildarinnar#Vindurinn #Bestadeildin #Catapultsports pic.twitter.com/yUv2cNkhjx— Gummi Ben (@GummiBen) April 12, 2023 Birkir Már, sem verður 39 ára síðar á þessu ári og því fertugur á næsta ári, ræddi hraðann sem hann býr yfir í viðtalsseríu hér á Vísi fyrir ekki svo löngu. Þar kom fram að þessi eiginleiki lét ekki á sér kræla fyrr en í 2. flokki. „Það var ekki fyrr en ég var kominn á lokaárið í 2. flokk - þegar ég var kominn með þennan hraða - sem ég hafði eiginleika sem ég gat skarað fram úr í.“ Vindurinn verður að öllu óbreyttu í byrjunarliði Vals þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann nái 35 kílómetra hraða þar. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Fótbolti Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Íslenski boltinn Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Sport „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Fótbolti Fleiri fréttir Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira