Leikur FH og Stjörnunnar færður fram um klukkustund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 09:31 FH og Stjarnan mætast á laugardag. Vísir/Hulda Margrét Þó hvorugu liðinu sé spáð frábæru gengi í sumar þá er leikur FH og Stjörnunnar umtalaðasti leikur 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur nú verið færður fram um klukkustund vegna handboltaleiks FH sama dag. FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti