Atlagan að kjarna frelsisins Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2023 13:00 Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar