Síðast varð Hareide að segja nei við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 07:30 Åge Hareide var orðinn samningsbundinn Rosenborg þegar KSÍ reyndi að fá hann til að taka við íslenska landsliðinu síðla árs 2020. Getty/Jurij Kodrun Åge Hareide segist hafa fengið tilboð um að verða landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta haustið 2020, áður en Arnar Þór Viðarsson var svo ráðinn, en orðið að hafna því. Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira