Síðast varð Hareide að segja nei við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 07:30 Åge Hareide var orðinn samningsbundinn Rosenborg þegar KSÍ reyndi að fá hann til að taka við íslenska landsliðinu síðla árs 2020. Getty/Jurij Kodrun Åge Hareide segist hafa fengið tilboð um að verða landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta haustið 2020, áður en Arnar Þór Viðarsson var svo ráðinn, en orðið að hafna því. Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira