Daníel Guðjohnsen orðlaus í aðalliðið: „Besta tilfinning sem ég hef fundið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 08:31 Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se Þrátt fyrir að hafa rétt orðið 17 ára í síðasta mánuði þá er knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen búinn að vinna sér inn sæti í aðalliðshópi sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið. Sænski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið.
Sænski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira