Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2023 10:30 Elíza sigraðist á krabbameininu eftir að hafa ýtt á að komast í skoðun, þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr hennar einkennum. Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Sjá meira
En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Sjá meira