Viðskiptablaðið greinir frá sölunni í dag. Nova Acquisition Holding ehf. er í eigu sjóðs í stýringu bandaríska fjárfestingafélagsins Pt. Capital. Fjárfestingafélagið var fyrir söluna næst stærsti hluthafi fyrirtækisins á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni.
Fyrrverandi stjórnarformaður Nova, Hugh Short, er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins. Short var stjórnarformaður félagsins þar til hann var kosinn úr stjórn með afgerandi hætti á síðasta aðalfundi Nova.
Þegar Nova var skráð á markað í júní í fyrra seldi PT Capital stóran hluta bréfa sinna í félaginu á genginu 5,11 krónur á hlut. Fyrr í vetur lýsti Short því yfir að félagið ætlaði sér ekki að selja hlut sinn í Nova á næstunni.