Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 13:39 Åge Hareide er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. getty/Ulrik Pedersen Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira