Hitti Hareide á heimavelli Jón Már Ferro skrifar 14. apríl 2023 16:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. vísir/Einar Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. „Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
„Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16