Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:32 Greint hefur verið frá máli Gylfa í erlendum fjölmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04