„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. apríl 2023 11:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við hörkuleik gegn Keflavík í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn