Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Íslenski boltinn Sjáðu níu pílna leik Littlers Sport Fleiri fréttir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Fótbolti Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Íslenski boltinn Sjáðu níu pílna leik Littlers Sport Fleiri fréttir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00