„Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 11:01 Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik. „Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira